Enski boltinn

Vardy ásakaður um rasisma í spilavíti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vardy í leiknum gegn Sunderland í gær.
Vardy í leiknum gegn Sunderland í gær. vísir/getty
Jamie Vardy, framherji Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gerðist sekur um kynþáttaníð í spilavíti í gærkvöldi þegar hann kallaði niðurlægjandi orðum í átt að öðrum spilara í spilavítinu.

Vardy var í liði Leciester sem vann frábæran 4-2 sigur á Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Framherjinn skoraði fyrsta mark Leicester í leiknum.

„Ég biðst innilegar afsökunar á atvikinu. Ég tek fulla ábyrgð á atvikinu og ég játa því að hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér," en Vardy er talinn hafa verið með rasisma við Japana sem var einnig að spila í spilavítinu.

Vitni sagði í samtali við The Sun dagblaðið að konan hans Vardy hafi sagt við Asíubúann að hann hafi verið búinn að vera kíkja á spilin hans Vardy.

„Hann hagaði sér eins og algjört dýr. Þetta var skelfilegt. Hinn náunginn var af austur-Asíu uppruna og hann var gáttaður þegar hann áttaði sig á því hvað gerðist."

Kick It Out, hópur sem vill útrýma rasista, fordæmir hegðun Vardy og segir að hún varpi skugga á byrjun knattspyrnutímabilsins á Englandi.

„Við óskum eftir að leikmenn okkar hegði sér vel innan sem utan vallar og eiga að vera fyrirmyndir í okkar samfélagi. Við höfum tekið afsökunar Vardy til skoðunar og munum skoða málið. Frekari ummæli verða ekki veitt fyrr en málið hefur verið skoðað," segir í yfirlýsingu frá Leicester.

Leicester rak þrjá unga leikmenn; Tom Hopper, Adam Smith og James Pearson eftir að lak frá þeim kynlífsmyndband sem þeir gerðu í æfingarferð í Taílandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×