Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 11:00 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag. Vísir/HÍ Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira