Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2015 05:00 Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið.
Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira