Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 15:35 Bæði maðurinn og konan voru skorin í framan með hnífi. Vísir/GVA Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur. Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur.
Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40