Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Bryndís Björgvinsdóttir „Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“ Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
„Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira