Hin eina sanna Adele Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 09:30 Vísir/Getty Í dag kom nýjasta plata söngkonunnar Adele, 25 út og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Söngkonan gaf síðast út plötu árið 2012 og sendi þann 23. október frá sér sitt fyrsta lag í þrjú ár. Viðbrögðin við útgáfu lagsins Hello lýsa kannski einna best þeirri gríðarlegu spennu sem myndaðist vegna útgáfu plötunnar og nýs efnis frá Adele en lagið bókstaflega braut internetið og var um lítið annað talað daginn sem það kom út. Sem dæmi má nefna að myndbandið sló áhorfsmet Vevo fyrir flest streymi á einum degi en laginu var streymt 27,7 milljón sinnum á einum degi og er þegar þetta er skrifað komið með 414.568.112 áhorf.Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á TwitterUpphaf ferilsins Adele er fædd árið 1988 í norðurhluta London og er einkabarn Penny Adkins og Mark Evans. Söngkonan var að mestu alin upp af móður sinni en faðir hennar yfirgaf fjölskylduna þegar Adele var fjögurra ára. Hún fór snemma að syngja og sagði í viðtali við The Telegraph árið 2008 að Etta James og Ella Fitzgerald hefðu haft mikil áhrif á hana. Adele skaust fram á sjónarsviðið árið 2006 eftir að hún gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið XL Recordings í kjölfar þess að vinkona hennar póstaði myndbandi af henni að syngja stuttan lagbút á vefsíðuna Myspace. En söngkonan hafði stuttu áður útskrifast úr The BRIT School for Performing Arts and Technology en skólinn hefur útskrifað talsverðan fjölda þekktra tónlistarmanna, sem dæmi má nefna Amy Winehouse, Imogen Heap og Jessie J. Adele hefur gefið út þrjár breiðskífur. Sú fyrsta kom út árið 2008 og ber nafnið 19 og hlaut góðar viðtökur, en nafnið er rakið til þess að hún var nítján ára þegar mestur hluti plötunnar var tekinn upp. Árið 2011 kom platan 21 út og hlaut gríðargóðar viðtökur og er ástæða nafngiftarinnar einnig sú að söngkonan var tuttugu og eins árs þegar sú plata var tekin upp. Í dag leit sú þriðja dagsins ljós og ber hún nafnið 25. Önnur breiðskífa Adele, 21, fjallaði að miklu leyti um erfið sambandsslit og hjartasár en söngkonan sagði í viðtali við kanadíska spjallþáttinn etalk að nýja platan fjallaði að miklu meira leyti um hana sjálfa og hvernig það væri að fullorðnast og sætta sig við hlutina.Stressandi að snúa aftur Á miðvikudaginn bárust fregnir um að plötunni hefði verið lekið á netið í heild sinni og sett fyrr í sölu í verslunum Target, en einn netverji birti mynd á Twitter af plötunni sem hann sagðist hafa komist yfir í versluninni og væri hann nú að gera upp við sig hvort hann ætti að leka henni á internetið. Verslunarkeðjan hefur þvertekið fyrir að platan sé þaðan og engin yfirlýsing hefur borist úr herbúðum söngkonunnar. Sjá einnig: Væntanlegri plötu Adele lekið á netið Söngkonan sagði í viðtali við Graham Norton á BBC á dögunum að velgengni 21 hefði skelft sig örlítið. 21 seldist í 31 milljón eintaka og Adele vann til sex Grammy-verðlauna, tvennra Brit-verðlauna og þrenn American Music-verðlaun hlaut hún og er 21 fjórða mest selda plata Bretlands og hélt að auki toppsætinu í Bandaríkjunum lengur heldur en nokkur plata hefur gert frá árinu 1985, eða í alls 23 vikur.Sjá einnig: Adele slær sölumet Það þarf því ekki að undra að það hafi verið ögn kvíðvænlegt að ætla að fylgja þessu eftir og sagði hún við Norton að hún að hún hefði hugsað með sér að kannski hefði 21 fært henni sinn skerf að velgengni og það væri nóg. Hún hefði hins vegar fljótlega áttað sig á því að hún þyrfti meira og sjálfsagt eru margir ánægðir með að Adele hætti við að leggja míkrafóninn á hilluna og setjast í helgan stein. Myndbandið við lagið Someone Like You sem finna má á plötunni 21 er með með mest áhorf á vefnum Youtube af öllum myndböndum sem söngkonan hefur sent frá sér en 574,039,633 hafa horft á myndbandið. Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu Adele flytja lagið Hello: Gæsahúð í Cannes Aðdáendur Adele standa á öndinni og bíða eftir nýjustu plötu söngkonunnar, 25, sem kemur út þann 20. nóvember. 11. nóvember 2015 16:30 Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube. 3. nóvember 2015 16:30 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Adele flytur When We Were Young í heild Platan væntanleg á föstudag. 17. nóvember 2015 11:09 Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Í dag kom nýjasta plata söngkonunnar Adele, 25 út og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Söngkonan gaf síðast út plötu árið 2012 og sendi þann 23. október frá sér sitt fyrsta lag í þrjú ár. Viðbrögðin við útgáfu lagsins Hello lýsa kannski einna best þeirri gríðarlegu spennu sem myndaðist vegna útgáfu plötunnar og nýs efnis frá Adele en lagið bókstaflega braut internetið og var um lítið annað talað daginn sem það kom út. Sem dæmi má nefna að myndbandið sló áhorfsmet Vevo fyrir flest streymi á einum degi en laginu var streymt 27,7 milljón sinnum á einum degi og er þegar þetta er skrifað komið með 414.568.112 áhorf.Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á TwitterUpphaf ferilsins Adele er fædd árið 1988 í norðurhluta London og er einkabarn Penny Adkins og Mark Evans. Söngkonan var að mestu alin upp af móður sinni en faðir hennar yfirgaf fjölskylduna þegar Adele var fjögurra ára. Hún fór snemma að syngja og sagði í viðtali við The Telegraph árið 2008 að Etta James og Ella Fitzgerald hefðu haft mikil áhrif á hana. Adele skaust fram á sjónarsviðið árið 2006 eftir að hún gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið XL Recordings í kjölfar þess að vinkona hennar póstaði myndbandi af henni að syngja stuttan lagbút á vefsíðuna Myspace. En söngkonan hafði stuttu áður útskrifast úr The BRIT School for Performing Arts and Technology en skólinn hefur útskrifað talsverðan fjölda þekktra tónlistarmanna, sem dæmi má nefna Amy Winehouse, Imogen Heap og Jessie J. Adele hefur gefið út þrjár breiðskífur. Sú fyrsta kom út árið 2008 og ber nafnið 19 og hlaut góðar viðtökur, en nafnið er rakið til þess að hún var nítján ára þegar mestur hluti plötunnar var tekinn upp. Árið 2011 kom platan 21 út og hlaut gríðargóðar viðtökur og er ástæða nafngiftarinnar einnig sú að söngkonan var tuttugu og eins árs þegar sú plata var tekin upp. Í dag leit sú þriðja dagsins ljós og ber hún nafnið 25. Önnur breiðskífa Adele, 21, fjallaði að miklu leyti um erfið sambandsslit og hjartasár en söngkonan sagði í viðtali við kanadíska spjallþáttinn etalk að nýja platan fjallaði að miklu meira leyti um hana sjálfa og hvernig það væri að fullorðnast og sætta sig við hlutina.Stressandi að snúa aftur Á miðvikudaginn bárust fregnir um að plötunni hefði verið lekið á netið í heild sinni og sett fyrr í sölu í verslunum Target, en einn netverji birti mynd á Twitter af plötunni sem hann sagðist hafa komist yfir í versluninni og væri hann nú að gera upp við sig hvort hann ætti að leka henni á internetið. Verslunarkeðjan hefur þvertekið fyrir að platan sé þaðan og engin yfirlýsing hefur borist úr herbúðum söngkonunnar. Sjá einnig: Væntanlegri plötu Adele lekið á netið Söngkonan sagði í viðtali við Graham Norton á BBC á dögunum að velgengni 21 hefði skelft sig örlítið. 21 seldist í 31 milljón eintaka og Adele vann til sex Grammy-verðlauna, tvennra Brit-verðlauna og þrenn American Music-verðlaun hlaut hún og er 21 fjórða mest selda plata Bretlands og hélt að auki toppsætinu í Bandaríkjunum lengur heldur en nokkur plata hefur gert frá árinu 1985, eða í alls 23 vikur.Sjá einnig: Adele slær sölumet Það þarf því ekki að undra að það hafi verið ögn kvíðvænlegt að ætla að fylgja þessu eftir og sagði hún við Norton að hún að hún hefði hugsað með sér að kannski hefði 21 fært henni sinn skerf að velgengni og það væri nóg. Hún hefði hins vegar fljótlega áttað sig á því að hún þyrfti meira og sjálfsagt eru margir ánægðir með að Adele hætti við að leggja míkrafóninn á hilluna og setjast í helgan stein. Myndbandið við lagið Someone Like You sem finna má á plötunni 21 er með með mest áhorf á vefnum Youtube af öllum myndböndum sem söngkonan hefur sent frá sér en 574,039,633 hafa horft á myndbandið.
Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu Adele flytja lagið Hello: Gæsahúð í Cannes Aðdáendur Adele standa á öndinni og bíða eftir nýjustu plötu söngkonunnar, 25, sem kemur út þann 20. nóvember. 11. nóvember 2015 16:30 Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube. 3. nóvember 2015 16:30 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Adele flytur When We Were Young í heild Platan væntanleg á föstudag. 17. nóvember 2015 11:09 Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Sjáðu Adele flytja lagið Hello: Gæsahúð í Cannes Aðdáendur Adele standa á öndinni og bíða eftir nýjustu plötu söngkonunnar, 25, sem kemur út þann 20. nóvember. 11. nóvember 2015 16:30
Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube. 3. nóvember 2015 16:30
Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07