Fjölga þarf landamæravörðum á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:47 Frá neyðarfundi innanríkisráðherra í dag. Vísir/AFP Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði