Enski boltinn

Hlustaðu á lagið sem gerði leikmenn Leicester að stríðsmönnum í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, þakkar tónlist frá hljómsveitinni Kasabian fyrir að mótivera lærisveina hans fyrir leik liðsins gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Söngvari Kasabian, Tom Meighan og gítarleikarinn, Sergio Pizzorno, eru miklir stuðningsmenn Leicester og lagið Fire er ávallt spilað þegar liðin labba inn á King Power-leikvanginn í Leicester.

Lagið var sérstakt lag ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2010-2011, en Leicester notar það á sínum leikvangi. Leicester vann 4-2 sigur á Sunderland í dag og Ranieri er ánægður með sigurinn og lagið.

„Ég held ég þekki stuðningsmenn Leicester mjög vel. Þeir eru ástríðufullir stuðningsmenn og ég sagði við mína leikmann að þegar þið farið út á völlinn og heyrið lagið frá Kasabian, þá eigi þið að verða að stríðsmönnum,” sagði Ranieri í leikslok.

„Kasabian er frábært rokkband frá Leicester og ég held að gítarleikarin, Serge, sé ítalskur. Þeir eru góðir og ég held að stuðningsmennirnir elski baráttu. Við erum baráttulið. Ég er mjög ánægður með frammistöðu leikmannana.”

„Ég vildi baráttu og stríðsmenn og þetta er mikilvægt fyrir mig því það koma leikir sem þú gerir jafntefli eða tapar, því þannig er fótbolti. Þú verður að berjast og þeir gerðu það.”

Hlusta má á lagið hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×