Nokkur þúsund mótmælendur söfnuðust saman Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:13 Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54
Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28