Enski boltinn

Rooney skoraði og rotaði sjálfan sig í fagninu | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney búinn að rota sig og á leið til jarðar.
Rooney búinn að rota sig og á leið til jarðar. vísir/getty
Wayne Rooney skoraði þriðja mark Manchester United í stórleik gegn Tottenham í dag. Í ljósi frétta dagsins ákvað Rooney að fagna með því að taka létt box-fagn.

Fréttir birtust af því í dag að Rooney og félagi hans Phil Bardsley höfðu verið að leika sér að boxa heima í stofu í febrúar mánuði. Myndband af því lak út í dag.

Rooney slapp einn í gegn og skoraði framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, en hann fagnaði markinu með því að taka box-fagn og gerði þar af leiðandi einfaldlega grín af málinu.

Markið og fagnið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Bardsley kýldi Rooney í jörðina | Myndband

Afar athyglisvert myndband lak á veraldarvefinn í dag, en þar sjást Wayne Rooney, framherji Manchester United og Phil Bardsley, varnarmaður Stoke, vera að berjast í heimahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×