Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:15 Flugvél Flugfélags Íslands á flugvellinum í Kulusuk í ágúst. Vísir/JHH Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar. Fréttir af flugi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar.
Fréttir af flugi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira