Leikið á stærstu flautu landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 09:45 Júlíana Rún og Pamela með hljóðfærin. Eins og sjá má er kontrabassaflautan engin smásmíði. „Við Pamela ætlum að frumflytja verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir dúóið okkar, með djúpu kontrabassaflautuna hennar Pamelu í huga, sem er miklu stærri en venjuleg flauta og sú eina sinnar tegundar á landinu,“ segir Júlíana Rún píanóleikari um tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Tónleikarnir heita In Kontra, það nafn vísar bæði í kontrabassa og ítalska orðið incontrare, sem þýðir að hittast. Pamela segir kontrabassaflautuna magnað hljóðfæri sem hún hafi kynnst hjá kennara sínum í Zürik. En kontrabassaflauta eigi sér aðeins um tveggja áratuga sögu sem einleikshljóðfæri, því sé fremur lítið til af lögum fyrir hana. „Mér finnst skemmtilegt að hafa getað keypt svona flautu og komið með hana heim því við við Íslendingar eigum svo frábær tónskáld og sum þeirra hafa samið tónlist fyrir þetta góða hljóðfæri. Það verður gaman að kynna hana bæði hér heima og erlendis.“ Lögin sem frumflutt verða eru eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson. Auk þeirra flytja þær stöllur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Pamela ætlum að frumflytja verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir dúóið okkar, með djúpu kontrabassaflautuna hennar Pamelu í huga, sem er miklu stærri en venjuleg flauta og sú eina sinnar tegundar á landinu,“ segir Júlíana Rún píanóleikari um tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Tónleikarnir heita In Kontra, það nafn vísar bæði í kontrabassa og ítalska orðið incontrare, sem þýðir að hittast. Pamela segir kontrabassaflautuna magnað hljóðfæri sem hún hafi kynnst hjá kennara sínum í Zürik. En kontrabassaflauta eigi sér aðeins um tveggja áratuga sögu sem einleikshljóðfæri, því sé fremur lítið til af lögum fyrir hana. „Mér finnst skemmtilegt að hafa getað keypt svona flautu og komið með hana heim því við við Íslendingar eigum svo frábær tónskáld og sum þeirra hafa samið tónlist fyrir þetta góða hljóðfæri. Það verður gaman að kynna hana bæði hér heima og erlendis.“ Lögin sem frumflutt verða eru eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson. Auk þeirra flytja þær stöllur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira