Leggja fram frumvarp um aukið persónukjör: Kjósendur eigi að hafa meira val í kjörklefanum Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2015 20:04 „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur.“ Vísir/GVA/Stefán „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“ Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
„Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“
Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira