Reykjavíkurdætur leggja land undir fót Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 08:00 Hér má sjá hluta af hópnum þegar þær komu fram á Iceland Airwaves. Mynd/Aðsend Við fengum mikla umfjöllun á Iceland Airwaves og mikla athygli frá erlendum gestum og fjölmiðlum og erum búnar að fá fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu hátíðum um allan heim,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein Reykjavíkurdætra leyndardómsfull en rapphópurinn vakti heldur betur athygli á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í upphafi mánaðarins. Hópurinn hefur verið áberandi síðan hún gaf út sitt fyrsta lag um jólin 2013 og vöktu eins og áður sagði mikla athygli á Airwaves þar sem fjallað var um þær í erlendum miðlum á borð við The Guardian, I-D Magazine og Rolling Stone. „Okkur hefur verið tekið misopnum örmum hérna á Íslandi, sem er allt í góðu en það er svo gaman að sjá hvað þessir erlendu fjölmiðlar og gestir voru að skilja þetta og hvað þetta gengur út á þrátt fyrir að öll lögin okkar séu á íslensku.“ Steinunn segir þó að þær geti ekki upplýst sem stendur um nákvæmlega hvaða hátíðir það eru en segir að spennandi tímar séu framundan og þær muni að öllum líkindum verða á farandsfæti í maí og fram í júlí á næsta ári. Reykjavíkurdætur eru sautján talsins og spiluðu í fyrsta sinn í útlöndum í september síðastliðnum á tónlistarhátíðinni Nordisk Panorama sem fram fór í Malmö. „Við erum náttúrulega sautján þannig við höfðum heyrt að við gætum aldrei spilað í útlöndum af því við erum svo margar þannig við höfðum eiginlega bara aldrei þorað að hugsa um það. Við trúðum þessu varla fyrr en við fengum flugmiðana í hendurnar og núna bara trúir maður að allt geti gerst og þorir að stefna hvert sem er,“ segir Steinunn hlær. Reykjavíkurdætur halda utan um öll sín mál sjálfar og eru ekki með umboðsmann heldur eru hinar ýmsu nefndir innan hópsins sem tækla og halda utan um það sem þarf að gera. „Við erum svo margar að við skiptum bara niður verkum. Einhverjar sjá um að skipuleggja túra erlendis og tónleika og svo aðrar sem halda utan um plötugerð.“ Útlandaferðir og erlendar tónlistarhátíðir eru ekki það eina sem er á döfinni hjá hópnum sem stefnir einnig á að gefa út sinn fyrsta geisladisk í vor og segir Steinunn hann verða í svipuðum fíling og efnið sem þær hafa sent frá sér hingað til og blandað verið saman gömlu og nýju smellum sveita. „Við erum einmitt að fara í sumarbústað yfir helgina og vinna í því að gera eitthvað nýtt saman. Við höfum svolítið verið að vinna hver í sínu horni eða tvær og tvær saman og núna ætlum við að sjá hvað gerist þegar við komum allar saman,“ segir hún og bætir við að þeir sem hafi áhuga geti fylgst með þeim á Snapchat undir notendanafninu Rvkdaetur. Fram til þessa hafa Reykjavíkurdætur sammælst um þema, tímaramma og viðlag við gerð lagana og svo hist áður en þær fara í stúdíóið og segir Steinunn það verða gaman að sjá hvað gerist þegar þær koma allar saman og virkja sköpunarkraftinn. „Það er dálítið spennandi af því það eru kannski sumar sem hafa verið að vinna mikið saman og aðrar unnið minna saman þannig það er gaman að mixa því öllu upp og sjá hvað kemur út úr því,“ segir hún hress að lokum. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Við fengum mikla umfjöllun á Iceland Airwaves og mikla athygli frá erlendum gestum og fjölmiðlum og erum búnar að fá fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu hátíðum um allan heim,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein Reykjavíkurdætra leyndardómsfull en rapphópurinn vakti heldur betur athygli á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í upphafi mánaðarins. Hópurinn hefur verið áberandi síðan hún gaf út sitt fyrsta lag um jólin 2013 og vöktu eins og áður sagði mikla athygli á Airwaves þar sem fjallað var um þær í erlendum miðlum á borð við The Guardian, I-D Magazine og Rolling Stone. „Okkur hefur verið tekið misopnum örmum hérna á Íslandi, sem er allt í góðu en það er svo gaman að sjá hvað þessir erlendu fjölmiðlar og gestir voru að skilja þetta og hvað þetta gengur út á þrátt fyrir að öll lögin okkar séu á íslensku.“ Steinunn segir þó að þær geti ekki upplýst sem stendur um nákvæmlega hvaða hátíðir það eru en segir að spennandi tímar séu framundan og þær muni að öllum líkindum verða á farandsfæti í maí og fram í júlí á næsta ári. Reykjavíkurdætur eru sautján talsins og spiluðu í fyrsta sinn í útlöndum í september síðastliðnum á tónlistarhátíðinni Nordisk Panorama sem fram fór í Malmö. „Við erum náttúrulega sautján þannig við höfðum heyrt að við gætum aldrei spilað í útlöndum af því við erum svo margar þannig við höfðum eiginlega bara aldrei þorað að hugsa um það. Við trúðum þessu varla fyrr en við fengum flugmiðana í hendurnar og núna bara trúir maður að allt geti gerst og þorir að stefna hvert sem er,“ segir Steinunn hlær. Reykjavíkurdætur halda utan um öll sín mál sjálfar og eru ekki með umboðsmann heldur eru hinar ýmsu nefndir innan hópsins sem tækla og halda utan um það sem þarf að gera. „Við erum svo margar að við skiptum bara niður verkum. Einhverjar sjá um að skipuleggja túra erlendis og tónleika og svo aðrar sem halda utan um plötugerð.“ Útlandaferðir og erlendar tónlistarhátíðir eru ekki það eina sem er á döfinni hjá hópnum sem stefnir einnig á að gefa út sinn fyrsta geisladisk í vor og segir Steinunn hann verða í svipuðum fíling og efnið sem þær hafa sent frá sér hingað til og blandað verið saman gömlu og nýju smellum sveita. „Við erum einmitt að fara í sumarbústað yfir helgina og vinna í því að gera eitthvað nýtt saman. Við höfum svolítið verið að vinna hver í sínu horni eða tvær og tvær saman og núna ætlum við að sjá hvað gerist þegar við komum allar saman,“ segir hún og bætir við að þeir sem hafi áhuga geti fylgst með þeim á Snapchat undir notendanafninu Rvkdaetur. Fram til þessa hafa Reykjavíkurdætur sammælst um þema, tímaramma og viðlag við gerð lagana og svo hist áður en þær fara í stúdíóið og segir Steinunn það verða gaman að sjá hvað gerist þegar þær koma allar saman og virkja sköpunarkraftinn. „Það er dálítið spennandi af því það eru kannski sumar sem hafa verið að vinna mikið saman og aðrar unnið minna saman þannig það er gaman að mixa því öllu upp og sjá hvað kemur út úr því,“ segir hún hress að lokum.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira