Telur kærunefnd sitja báðum megin borðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Kheira og Riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi vera skelfilegar. vísir/vilhelm Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar. Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar.
Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira