Fær bætur þar sem hún var að reima skó sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 17:26 Frá vettvangi handtakanna í október 2013. vísir/gva Ríkið var í dag sýknað af miskabótakröfu níu manna úr samtökunum Hraunavinum vegna ólögmætra handtaka sem áttu sér stað í Gálgahrauni 21. október 2013. Tíu manns höfðuðu mál á sama grundvelli en fallist var á miskabótakröfu eins þeirra. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tímenningarnir voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að áður hafi verið skorið úr um lögmæti framkvæmdanna og því verði ekki fallist á þá málsástæðu að mótmælendurnir hafi verið að koma í veg fyrir lögleysu með aðgerðum sínum. Að mati dómara var handtaka mótmælendanna nauðsynleg eins og á stóð þar sem hluti mótmælendanna hafði verið fluttur af vinnusvæðinu og sleppt utan þess. Einnig hefur ekki verið sýnt fram á að fólkið hafi verið vistað of lengi í fangageymslu. Var tveggja milljón króna miskakröfu hvers og eins því vísað frá dómi. Fallist var á miskabótakröfu í einu málinu þar sem sá aðili hafði sannarlega verið á leið út af vinnusvæðinu í kjölfar þess að lögreglan bað hann að yfirgefa svæðið. Á leiðinni út af svæðinu hafi hún staðnæmst til að reima annan skó sinn en þá verið handtekin af lögreglunni. Hún var því ekki að brjóta gegn ákvæðum lögreglulaga og óheimilt að handtaka hana. Voru henni því dæmdar 225.000 krónur auk dráttarvaxta í bætur. Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað af miskabótakröfu níu manna úr samtökunum Hraunavinum vegna ólögmætra handtaka sem áttu sér stað í Gálgahrauni 21. október 2013. Tíu manns höfðuðu mál á sama grundvelli en fallist var á miskabótakröfu eins þeirra. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tímenningarnir voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að áður hafi verið skorið úr um lögmæti framkvæmdanna og því verði ekki fallist á þá málsástæðu að mótmælendurnir hafi verið að koma í veg fyrir lögleysu með aðgerðum sínum. Að mati dómara var handtaka mótmælendanna nauðsynleg eins og á stóð þar sem hluti mótmælendanna hafði verið fluttur af vinnusvæðinu og sleppt utan þess. Einnig hefur ekki verið sýnt fram á að fólkið hafi verið vistað of lengi í fangageymslu. Var tveggja milljón króna miskakröfu hvers og eins því vísað frá dómi. Fallist var á miskabótakröfu í einu málinu þar sem sá aðili hafði sannarlega verið á leið út af vinnusvæðinu í kjölfar þess að lögreglan bað hann að yfirgefa svæðið. Á leiðinni út af svæðinu hafi hún staðnæmst til að reima annan skó sinn en þá verið handtekin af lögreglunni. Hún var því ekki að brjóta gegn ákvæðum lögreglulaga og óheimilt að handtaka hana. Voru henni því dæmdar 225.000 krónur auk dráttarvaxta í bætur.
Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23
Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17