Fær bætur þar sem hún var að reima skó sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 17:26 Frá vettvangi handtakanna í október 2013. vísir/gva Ríkið var í dag sýknað af miskabótakröfu níu manna úr samtökunum Hraunavinum vegna ólögmætra handtaka sem áttu sér stað í Gálgahrauni 21. október 2013. Tíu manns höfðuðu mál á sama grundvelli en fallist var á miskabótakröfu eins þeirra. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tímenningarnir voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að áður hafi verið skorið úr um lögmæti framkvæmdanna og því verði ekki fallist á þá málsástæðu að mótmælendurnir hafi verið að koma í veg fyrir lögleysu með aðgerðum sínum. Að mati dómara var handtaka mótmælendanna nauðsynleg eins og á stóð þar sem hluti mótmælendanna hafði verið fluttur af vinnusvæðinu og sleppt utan þess. Einnig hefur ekki verið sýnt fram á að fólkið hafi verið vistað of lengi í fangageymslu. Var tveggja milljón króna miskakröfu hvers og eins því vísað frá dómi. Fallist var á miskabótakröfu í einu málinu þar sem sá aðili hafði sannarlega verið á leið út af vinnusvæðinu í kjölfar þess að lögreglan bað hann að yfirgefa svæðið. Á leiðinni út af svæðinu hafi hún staðnæmst til að reima annan skó sinn en þá verið handtekin af lögreglunni. Hún var því ekki að brjóta gegn ákvæðum lögreglulaga og óheimilt að handtaka hana. Voru henni því dæmdar 225.000 krónur auk dráttarvaxta í bætur. Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað af miskabótakröfu níu manna úr samtökunum Hraunavinum vegna ólögmætra handtaka sem áttu sér stað í Gálgahrauni 21. október 2013. Tíu manns höfðuðu mál á sama grundvelli en fallist var á miskabótakröfu eins þeirra. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tímenningarnir voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að áður hafi verið skorið úr um lögmæti framkvæmdanna og því verði ekki fallist á þá málsástæðu að mótmælendurnir hafi verið að koma í veg fyrir lögleysu með aðgerðum sínum. Að mati dómara var handtaka mótmælendanna nauðsynleg eins og á stóð þar sem hluti mótmælendanna hafði verið fluttur af vinnusvæðinu og sleppt utan þess. Einnig hefur ekki verið sýnt fram á að fólkið hafi verið vistað of lengi í fangageymslu. Var tveggja milljón króna miskakröfu hvers og eins því vísað frá dómi. Fallist var á miskabótakröfu í einu málinu þar sem sá aðili hafði sannarlega verið á leið út af vinnusvæðinu í kjölfar þess að lögreglan bað hann að yfirgefa svæðið. Á leiðinni út af svæðinu hafi hún staðnæmst til að reima annan skó sinn en þá verið handtekin af lögreglunni. Hún var því ekki að brjóta gegn ákvæðum lögreglulaga og óheimilt að handtaka hana. Voru henni því dæmdar 225.000 krónur auk dráttarvaxta í bætur.
Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. 3. júní 2015 15:23
Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17