Innlent

Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Jón segir málsmeðferðina í fullu samræmi við sakamálalögin en þar segi meðal annars: "Lögreglustjóri sem stýrt hefur rannsókn brots höfðar sakamál vegna þess“.
Jón segir málsmeðferðina í fullu samræmi við sakamálalögin en þar segi meðal annars: "Lögreglustjóri sem stýrt hefur rannsókn brots höfðar sakamál vegna þess“. VÍSIR/GVA/ANTON
„Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu hafa gagnrýnt að sami maður og fór með rannsókn málsins fari nú með saksókn og flytji málið fyrir dómi.

Eins og fram hefur komið voru níu manns ákærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli í október síðastliðinn vegna lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun.

Jón segir málsmeðferðina í fullu samræmi við sakamálalögin en þar segi meðal annars: „Lögreglustjóri sem stýrt hefur rannsókn brots höfðar sakamál vegna þess“.

Ef lögreglustjóri gerir það ekki sjálfur þá gerir einhver fulltrúa hans það.

Jón segir að um misskilning sé að ræða að þetta fyrirkomulag brjóti gegn þrígreiningu ríkisvaldsins, sem er framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald.

Lögreglan fari meðal annars með framkvæmdarvaldið og það sé lögreglunnar að gefa út ákærur. „Þetta er því svolítill afflutningur,“ segir Jón um að líkja því saman að lögreglustjóri eða fulltrúi hans flytji mál fyrir dómi þó hann hafi komið að rannsókn þess og það þegar sami aðili fer með lögregluvald og dómsvald. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.