Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2015 15:23 Ómar Ragnarsson er einn þeirra tíu sem höfðað hafa skaðabótamál gegn ríkinu. Vísir/GVA Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september. Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september.
Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15