Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm „Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07