Strætóbílstjóri hætti akstri því aldraður farþegi fékk ekki sæti Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 11:33 Daníel Ingi lýsir vaskri framgöngu strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram fyrr en einhver stæði upp fyrir öldruðum manni. „Strætóbílstjórinn gerði það sem hún átti að gera og mér fannst það mjög flott hjá henni,“ segir Daníel Ingi Sigþórsson um strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram nema ungir farþegar hans stæðu upp fyrir öldruðum farþega sem fékk hvergi sæti. Hann segir þennan vagn hafa verið á leið 28, frá Mjóddinni í Breiðholti til Hamraborgar í Kópavogi, þegar hann gekk sjálfur inn í vagninn á fjórða tímanum í gær en hann lýsir þessu atviki á Facebook. Þar segir hann strætisvaginn hafa verið þéttsetinn af grunnskólanemendum á unglingastigi og hvergi sæti að fá. Við næstu stoppistöð gekk gamall maður inn í strætisvagninn og ekkert sætispláss fyrir hann.Báðu unga fólkið að standa upp „Og allir horfa bara á manninn vandræðast um. Þá er strætóbílstýrunni nóg boðið og biður einhvern um að standa upp. Þar sem hún er útlensk horfir hún á fremstu raðirnar á meðan ég spyr yfir hópinn: „Vill ekki einhver leyfa honum að setjast?“, skrifar Daníel á Facebook. Hann segir strætóbílstjórann hafa sagt eftir stutta bið að strætisvagninn færi ekki aftur af stað fyrr en gamli maðurinn væri kominn með sæti. „Krakkarnir gera varla neitt í því nema loksins er fært sig svo pláss sé fyrir einn rass, en ekki í fremstu röðunum heldur á hliðinni í óþægilegu sætunum sem eru nú þröngt setin af foreldri með barn og fiðlu,“ skrifar Daníel.Foreldrar kenni börnunum mannasiði Hann segir stætóbílstjórann hafa því næst sest aftur í bílstjórasætið og ekið vagninum af stað en þá hefðu krakkarnir rætt sín á milli hvað bílstjórinn væri ömurlegur. Hann biður foreldra um að brýna fyrir börnunum almenna mannasiði og að virða náungann. „Og mér finnst strætóbílstjórar hafa þurft að þola margt í gegnum árin þar sem börn og unglingar segja hvað sem þau vilja við þau,“ skrifar Daníel. „Krakkar sýna svo mikla óvirðingu í dag,“ segir Daníel, sem er ritstjóri sjomlatips.is, í samtali við Vísi um málið. „Ég stóð upp fyrir gömlu fólki í strætó þegar ég var yngri en ég átti vini sem gerðu það ekki. En það er alltaf svona fólk allstaðar á öllum tímum.“ Post by Daníel Ingi Fimmvörðuháls. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira
„Strætóbílstjórinn gerði það sem hún átti að gera og mér fannst það mjög flott hjá henni,“ segir Daníel Ingi Sigþórsson um strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram nema ungir farþegar hans stæðu upp fyrir öldruðum farþega sem fékk hvergi sæti. Hann segir þennan vagn hafa verið á leið 28, frá Mjóddinni í Breiðholti til Hamraborgar í Kópavogi, þegar hann gekk sjálfur inn í vagninn á fjórða tímanum í gær en hann lýsir þessu atviki á Facebook. Þar segir hann strætisvaginn hafa verið þéttsetinn af grunnskólanemendum á unglingastigi og hvergi sæti að fá. Við næstu stoppistöð gekk gamall maður inn í strætisvagninn og ekkert sætispláss fyrir hann.Báðu unga fólkið að standa upp „Og allir horfa bara á manninn vandræðast um. Þá er strætóbílstýrunni nóg boðið og biður einhvern um að standa upp. Þar sem hún er útlensk horfir hún á fremstu raðirnar á meðan ég spyr yfir hópinn: „Vill ekki einhver leyfa honum að setjast?“, skrifar Daníel á Facebook. Hann segir strætóbílstjórann hafa sagt eftir stutta bið að strætisvagninn færi ekki aftur af stað fyrr en gamli maðurinn væri kominn með sæti. „Krakkarnir gera varla neitt í því nema loksins er fært sig svo pláss sé fyrir einn rass, en ekki í fremstu röðunum heldur á hliðinni í óþægilegu sætunum sem eru nú þröngt setin af foreldri með barn og fiðlu,“ skrifar Daníel.Foreldrar kenni börnunum mannasiði Hann segir stætóbílstjórann hafa því næst sest aftur í bílstjórasætið og ekið vagninum af stað en þá hefðu krakkarnir rætt sín á milli hvað bílstjórinn væri ömurlegur. Hann biður foreldra um að brýna fyrir börnunum almenna mannasiði og að virða náungann. „Og mér finnst strætóbílstjórar hafa þurft að þola margt í gegnum árin þar sem börn og unglingar segja hvað sem þau vilja við þau,“ skrifar Daníel. „Krakkar sýna svo mikla óvirðingu í dag,“ segir Daníel, sem er ritstjóri sjomlatips.is, í samtali við Vísi um málið. „Ég stóð upp fyrir gömlu fólki í strætó þegar ég var yngri en ég átti vini sem gerðu það ekki. En það er alltaf svona fólk allstaðar á öllum tímum.“ Post by Daníel Ingi Fimmvörðuháls.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira