Enski boltinn

Hummels ætlar að halda tryggð við Dortmund

Hummels í leik með Dortmund.
Hummels í leik með Dortmund. vísir/getty
Það er mikið búið að skrifa um þýska varnarmanninn í janúar og meinta brottför hans frá Borussia Dortmund.

Hummels hefur verið sterklega orðaður við Man. Utd og svo hefur einnig heyrst af áhuga Arsenal. Hann ætlar þó að halda tryggð við félagið.

„Ég er nú ekki þekktur fyrir að skipta mikið um félög. Ég hef verið hjá tveimur félögum á 26 árum. Tryggð skiptir mig máli," sagði Hummels en hann var í unglingaliðum Bayern áður en hann fór til Dortmund.

„Eina sem ég hef áhyggjur af núna er að spila betur en fyrir jól. Ég var alls ekki sáttur við minn leik. Ég hef margoft fengið tilboð frá öðrum félögum en alltaf ákveðið að halda tryggð við Dortmund."

Hann útilokar þó ekki að prófa eitthvað nýtt síðar á ferlinum en það er ekkert fararsnið á honum í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×