Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 15:48 Margir stuðningsmanna Stjörnunnar eiga ekki kost á að mæta á blótið í ár. Vísir/Gunnar Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira