Vonskuveður setti strik í listsköpunina Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 09:30 Verk Kristínar Þorláksdóttur og Ýmis Grönvold kallast Afapollur og er á húsvegg við höfnina í Vestmannaeyjum. mynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir „Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir. Veður Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir.
Veður Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira