Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:00 Möguleikar hafa orðið til í Suður-Afríku á ættleiðingum fyrir hinsegin fólk. NORDICPHOTOS/AFP Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira