Læknar boða til verkfalls Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 10:51 95% lækna samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. visir/getty Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala
Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06