Innlent

Ókeypis mæling á blóðþrýstingi

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/aðsend
Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum þeim sem vilja að koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, nú um helgina 8. og 9. nóvember í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6. Opið er á milli 10 og 16.

Á síðasta ári mættu ríflega 700 manns í mælingar og reyndust um 60% þeirra voru með of háan blóðþrýsting. Þar af mældust 43 einstaklingar á hættusvæði og var í kjölfarið bent á að snúa sér til læknis.

Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar ásamt starfsfólki Hjartaheilla. Þeir sem aldrei hafa látið mæla gildi sín ættu sérstaklega að stökkva á þetta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×