Tugir snúa aldrei til baka eftir vinnuslys Svavar Hávarðsson skrifar 18. júní 2014 07:00 Lengi voru vinnuslys í byggingariðnaði algengust. Slysum fjölgar stöðugt í fiskvinnslu. Fréttablaðið/GVA Tugir einstaklinga slasast það illa í vinnuslysum á hverju ári hér á landi að þeir eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Fullkomlega óásættanlegt, segir yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Árlega eru á milli sex og sjö þúsund vinnuslys tilkynnt til Slysaskrár Íslands. Tólf til fimmtánhundruð af þeim eru það alvarleg að viðkomandi er fjarverandi frá vinnu sinni í skemmri eða lengri tíma, og eru því skráð á slysaskrá Vinnueftirlitsins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir tölfræðinga svarta og spyr hvort ekki þurfi samstillt átak til varna. Nákvæmar tölur ár frá ári liggja ekki fyrir, en „tugir einstaklinga verða fyrir varanlegum skaða í vinnu hér á landi á ári. Mjög alvarleg slys skipta hundruðum,“ segir Kristinn. Beinbrot eru algeng en bak- og hálsáverkar séu líklegastir til að hamla þátttöku á vinnumarkaði að nýju.Kristinn Tómasson„En við vitum ekki nákvæmlega hver er miski eða örorka vegna slíkra vinnuslysa. Það stafar kannski af því að í þessu samfélagi er ekki allt of miklum fjármunum varið til að rannsaka þennan vettvang, því miður,“ segir Kristinn og bætir við að í íslensku máli sé að finna orðið „áhættuþóknun“, sem í eðli sínu sé hrikalegt - að fébætur komi fyrir slys sem rænir einstakling heilsunni og möguleikum til eðlilegs lífs. Viðhorfið eigi hins vegar aldrei að vera annað en fólk komi heilt heim. Um grundvallar mannréttindi sé að ræða, og svo verði að búa um hnútanna að fækka vinnuslysum kerfisbundið. Bæði fyrirtæki og samfélagið allt eigi að tileinka sér núllsýn, því hvert slys sé óásættanlegt og með markvissum forvörnum og vinnuverndarstarfi megi koma í veg fyrir öll vinnuslys. Þetta hafi verið sýnt með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna. Kristinn segir að mönnum sé tamt að tala um sparnað í heilbrigðiskerfinu, og menn skuli í því samhengi gera sér grein fyrir að vinnuvernd sé ein matarholan. „Vinnuslys kosta samfélagið gríðarlega fjármuni,“ segir Kristinn. „Við greinum nákvæmlega hvaða áhrif framkvæmdir hafa á andfugla og jarðveg, sem er gott mál. En enginn spyr hvort hægt að vinna sína vinnu án þess að enginn slasist eða verði fyrir heilsutjóni. Það verðum við að temja okkur,“ segir Kristinn. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Tugir einstaklinga slasast það illa í vinnuslysum á hverju ári hér á landi að þeir eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Fullkomlega óásættanlegt, segir yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Árlega eru á milli sex og sjö þúsund vinnuslys tilkynnt til Slysaskrár Íslands. Tólf til fimmtánhundruð af þeim eru það alvarleg að viðkomandi er fjarverandi frá vinnu sinni í skemmri eða lengri tíma, og eru því skráð á slysaskrá Vinnueftirlitsins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir tölfræðinga svarta og spyr hvort ekki þurfi samstillt átak til varna. Nákvæmar tölur ár frá ári liggja ekki fyrir, en „tugir einstaklinga verða fyrir varanlegum skaða í vinnu hér á landi á ári. Mjög alvarleg slys skipta hundruðum,“ segir Kristinn. Beinbrot eru algeng en bak- og hálsáverkar séu líklegastir til að hamla þátttöku á vinnumarkaði að nýju.Kristinn Tómasson„En við vitum ekki nákvæmlega hver er miski eða örorka vegna slíkra vinnuslysa. Það stafar kannski af því að í þessu samfélagi er ekki allt of miklum fjármunum varið til að rannsaka þennan vettvang, því miður,“ segir Kristinn og bætir við að í íslensku máli sé að finna orðið „áhættuþóknun“, sem í eðli sínu sé hrikalegt - að fébætur komi fyrir slys sem rænir einstakling heilsunni og möguleikum til eðlilegs lífs. Viðhorfið eigi hins vegar aldrei að vera annað en fólk komi heilt heim. Um grundvallar mannréttindi sé að ræða, og svo verði að búa um hnútanna að fækka vinnuslysum kerfisbundið. Bæði fyrirtæki og samfélagið allt eigi að tileinka sér núllsýn, því hvert slys sé óásættanlegt og með markvissum forvörnum og vinnuverndarstarfi megi koma í veg fyrir öll vinnuslys. Þetta hafi verið sýnt með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna. Kristinn segir að mönnum sé tamt að tala um sparnað í heilbrigðiskerfinu, og menn skuli í því samhengi gera sér grein fyrir að vinnuvernd sé ein matarholan. „Vinnuslys kosta samfélagið gríðarlega fjármuni,“ segir Kristinn. „Við greinum nákvæmlega hvaða áhrif framkvæmdir hafa á andfugla og jarðveg, sem er gott mál. En enginn spyr hvort hægt að vinna sína vinnu án þess að enginn slasist eða verði fyrir heilsutjóni. Það verðum við að temja okkur,“ segir Kristinn.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira