Innlent

Erró í Breiðholtið

Önnur myndin verður á gafli 24 metra hárrar íbúðablokkar.
Önnur myndin verður á gafli 24 metra hárrar íbúðablokkar.
Tvær risavaxnar veggmyndir eftir listamanninn Erró verða settar upp í efra Breiðholti á næstunni. Borgarstjóri segir að verkin komi til með að auka lífsgæði í hverfinu. 

Erró gefur Reykjavikurborg verkin og hefur í samráði við Listasafn Reykjavíkur útfært teikningu sína á tvær byggingar. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og uppsetningar á verkunum verði um 39 milljónir króna.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tilganginn að fegra efra Breiðholt og auka stolt íbúanna af nærumhverfi sínu. 
Hann segir það mikinn feng að fá varanlegt listaverk eftir þennan heimsfræga listamann í almenningsrými í borginni. Það komi jafnvel til með að auka lífsgæði í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×