Gengur þvert á framfarir síðustu missera Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2014 15:45 Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur. visir/stefán Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira