Bruninn í Brekkubæjarskóla: Blysið fannst á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2014 12:33 Brekkubæjarskóli á Akranesi. Mynd/Heimasíða Brekkubæjarskóla. Níu ára gamli drengurinn sem brenndist illa í Brekkubæjarskóla á mánudaginn verður útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítala í dag eða á morgun. Íris Björg Sigurðardóttir, móðir drengsins, segir líðan hans eftir atvikum.Skessuhorn greinir frá því að lögreglan hafi lokið rannsókn sinni á tildrögum slyssins. Beindist rannsóknin sér í lagi að því að rekja tilkomu neyðarblyssins sem olli brunanum. „Blysið höfðu nokkrir bekkjarfélagar fundið við göngustíg við Brekkubæjarskóla og gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum. Sá sem fyrir slysinu varð hafði stungið blysinu í vasann og tekið það með sér inn í skólastofuna og afleiðingar þess þarf ekki að rekja frekar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Drengurinn hefur legið á gjörgæsludeild frá því á mánudaginn. Hann hlaut 2. og 3. stiga bruna á um 15 prósent líkamans þar af 8-9 prósent líkamans þriðja stigs bruna. Íris Björg segir við Skessuhorn að drengurinn hafi brennst á maga, læri og höndum en sem betur fer hafi andlitið sloppið. Hann verði að öllum líkindum lagður inn á barnadeild í dag eða á morgun. Hún þakkar kennaranum Helga Ólafi Jakobssyni fyrir skjót viðbrögð þegar eldurinn kom upp.Undir þetta tók móðir drengs í sama bekk í samtali við Vísi í vikunni. Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 „Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52 Verður á sjúkrahúsi næstu vikur: „Þetta eru mikil brunasár“ Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarblysið kom sem drengurinn í Brekkubæjarskóla brenndi sig illa á. 25. september 2014 10:45 Vonast til að drengurinn losni af gjörgæslu á næstu dögum Líðan drengsins sem slasaðist illa í Brekkubæjarskóla er óbreytt. 25. september 2014 13:24 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Níu ára gamli drengurinn sem brenndist illa í Brekkubæjarskóla á mánudaginn verður útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítala í dag eða á morgun. Íris Björg Sigurðardóttir, móðir drengsins, segir líðan hans eftir atvikum.Skessuhorn greinir frá því að lögreglan hafi lokið rannsókn sinni á tildrögum slyssins. Beindist rannsóknin sér í lagi að því að rekja tilkomu neyðarblyssins sem olli brunanum. „Blysið höfðu nokkrir bekkjarfélagar fundið við göngustíg við Brekkubæjarskóla og gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum. Sá sem fyrir slysinu varð hafði stungið blysinu í vasann og tekið það með sér inn í skólastofuna og afleiðingar þess þarf ekki að rekja frekar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Drengurinn hefur legið á gjörgæsludeild frá því á mánudaginn. Hann hlaut 2. og 3. stiga bruna á um 15 prósent líkamans þar af 8-9 prósent líkamans þriðja stigs bruna. Íris Björg segir við Skessuhorn að drengurinn hafi brennst á maga, læri og höndum en sem betur fer hafi andlitið sloppið. Hann verði að öllum líkindum lagður inn á barnadeild í dag eða á morgun. Hún þakkar kennaranum Helga Ólafi Jakobssyni fyrir skjót viðbrögð þegar eldurinn kom upp.Undir þetta tók móðir drengs í sama bekk í samtali við Vísi í vikunni.
Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 „Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52 Verður á sjúkrahúsi næstu vikur: „Þetta eru mikil brunasár“ Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarblysið kom sem drengurinn í Brekkubæjarskóla brenndi sig illa á. 25. september 2014 10:45 Vonast til að drengurinn losni af gjörgæslu á næstu dögum Líðan drengsins sem slasaðist illa í Brekkubæjarskóla er óbreytt. 25. september 2014 13:24 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29
„Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52
Verður á sjúkrahúsi næstu vikur: „Þetta eru mikil brunasár“ Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarblysið kom sem drengurinn í Brekkubæjarskóla brenndi sig illa á. 25. september 2014 10:45
Vonast til að drengurinn losni af gjörgæslu á næstu dögum Líðan drengsins sem slasaðist illa í Brekkubæjarskóla er óbreytt. 25. september 2014 13:24
Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59