Verður á sjúkrahúsi næstu vikur: „Þetta eru mikil brunasár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 10:45 Skólahald hefur verið með eðlilegum hætti eftir slysið. Mynd / Brekkubæjarskóli Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarblysið sem drengur í fjórða bekk í Brekkubæjarskóla kveikti á með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka kom. Ekkert slíkt blys var til staðar í skólanum að sögn starfsmanns Akraneskaupstaðar.Ekki af heimili drengsins „Það er vitað að það hefur einhver nemandi komið með þetta með sér. Það eru auðvitað engin neyðarblys í skólanum þannig að einhver nemandi hlýtur að hafa borið þetta í skólann,“ segir Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Akraness. Faðir drengsins hefur fullyrt að ekkert neyðarblys hafi verið til staðar á heimili fjölskyldunnar. Því hefur verið velt upp hvort blysið sé úr smábátaútgerð sem er í grennd við skólann. Það er þó ekki vitað. „Þetta er náttúrulega hvatning fyrir þá sem þurfa að eiga svona blys í sínum bátum að þar komist ekki hendur barna,“ segir Helga.Sendur beint í aðgerð Drengurinn var fluttur beint á gjörgæsludeild þar sem hann undirgekkst aðgerð. Að sögn Helgu er drengurinn enn á spítala og mun líklega vera þær næstu vikur. „Hann hefur orðið fyrir talsvert miklum bruna og verður á sjúkrahúsi vikum saman,“ segir Helga. „Þetta eru mikil brunasár. Það er mjög sorglegt því þau eru bæði mjög sársaukafull og skilja eftir ör,“ segir Helga aðspurð um áverkana sem drengurinn hlaut. Atvikið átti sér stað í miðri kennslustofu og urðu samnemendur drengsins fyrir miklu áfalli.Stendur hjálp til boða „Það var fundur samdægurs með áfallateyminu og með foreldrum,“ segir Helga um viðbrögð skólans. „Foreldrar voru upplýstir um að það myndi vera talsverð vanlíðan hjá þeim sem voru viðstaddir í einhverjar vikur.“ Hún segir að starfsmenn skólans séu meðvitaður um að gefa þurfi nemendur svigrúm til að spyrja spurninga og leita aðstoðar. „Áfram verður aðgengi að skólasálfræðingi, skólahjúkrunarfræðingi og námsráðgjafa.“Skólahald með eðlilegum hætti Strax á mánudag, þegar atvikið átti sér stað, var tekin ákvörðun um að skólahald yrði með óbreyttu sniði nú í vikunni. „Við svona atburði er best að koma hvunndeginum af stað,“ segir Helga. „Það er ráðgjöf þeirra sem vita mest um svona áföll.“ Áfram verður þó unnið að því að bæta líðan nemenda. „Skólinn hefur mikinn skilning á því að það þarf að hlúa vel að börnunum og auðvitað foreldrar líka,“ segir Helga. Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 „Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarblysið sem drengur í fjórða bekk í Brekkubæjarskóla kveikti á með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka kom. Ekkert slíkt blys var til staðar í skólanum að sögn starfsmanns Akraneskaupstaðar.Ekki af heimili drengsins „Það er vitað að það hefur einhver nemandi komið með þetta með sér. Það eru auðvitað engin neyðarblys í skólanum þannig að einhver nemandi hlýtur að hafa borið þetta í skólann,“ segir Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Akraness. Faðir drengsins hefur fullyrt að ekkert neyðarblys hafi verið til staðar á heimili fjölskyldunnar. Því hefur verið velt upp hvort blysið sé úr smábátaútgerð sem er í grennd við skólann. Það er þó ekki vitað. „Þetta er náttúrulega hvatning fyrir þá sem þurfa að eiga svona blys í sínum bátum að þar komist ekki hendur barna,“ segir Helga.Sendur beint í aðgerð Drengurinn var fluttur beint á gjörgæsludeild þar sem hann undirgekkst aðgerð. Að sögn Helgu er drengurinn enn á spítala og mun líklega vera þær næstu vikur. „Hann hefur orðið fyrir talsvert miklum bruna og verður á sjúkrahúsi vikum saman,“ segir Helga. „Þetta eru mikil brunasár. Það er mjög sorglegt því þau eru bæði mjög sársaukafull og skilja eftir ör,“ segir Helga aðspurð um áverkana sem drengurinn hlaut. Atvikið átti sér stað í miðri kennslustofu og urðu samnemendur drengsins fyrir miklu áfalli.Stendur hjálp til boða „Það var fundur samdægurs með áfallateyminu og með foreldrum,“ segir Helga um viðbrögð skólans. „Foreldrar voru upplýstir um að það myndi vera talsverð vanlíðan hjá þeim sem voru viðstaddir í einhverjar vikur.“ Hún segir að starfsmenn skólans séu meðvitaður um að gefa þurfi nemendur svigrúm til að spyrja spurninga og leita aðstoðar. „Áfram verður aðgengi að skólasálfræðingi, skólahjúkrunarfræðingi og námsráðgjafa.“Skólahald með eðlilegum hætti Strax á mánudag, þegar atvikið átti sér stað, var tekin ákvörðun um að skólahald yrði með óbreyttu sniði nú í vikunni. „Við svona atburði er best að koma hvunndeginum af stað,“ segir Helga. „Það er ráðgjöf þeirra sem vita mest um svona áföll.“ Áfram verður þó unnið að því að bæta líðan nemenda. „Skólinn hefur mikinn skilning á því að það þarf að hlúa vel að börnunum og auðvitað foreldrar líka,“ segir Helga.
Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 „Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29
„Kennarinn brást hárrétt við“ „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. 24. september 2014 20:52
Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59