„Kennarinn brást hárrétt við“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 20:52 Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. MYND/HEIMASÍÐA BREKKUBÆJARSKÓLA „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. Drengurinn hlaut brunasár og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Nemendur í skólanum eru á aldrinum sex til sextán ára en drengurinn er í fjórða bekk. „Um leið og kennarinn sér reykinn þá hugsar hann til að byrja með um það hvað þetta gæti verið, en í sömu andrá þá er bara kviknað í barninu. Kennarinn brást hárrétt við, stóð strax upp og slökkti eldinn. Því næst hljóp hann með barnið strax upp á sjúkrahús sem er í næsta húsi.“ Móðurinn segir að öll viðbrögð kennarans hafi verið hárrétt. „Foreldrarnir voru allir kallaðir út í skóla því það varð að veita börnunum áfallahjálp. Við fengum síðan söguna frá kennaranum sem mætti á fund með foreldrunum eftir að hafa farið með drenginn á sjúkrahúsið.“ Starfsfólk skólans náði að stöðva útbreiðslu eldsins á mánudaginn. Hann var þó ekki mikill og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Vel gekk reykræsta húsnæðið og tjón á húsnæðinu lítið. „Drengurinn minn talar mjög mikið um þetta og hefur miklar áhyggjur af stráknum. Hann er mjög óöruggur sem er auðvitað mjög eðlilegt.“ Hún segir að börnin í bekknum hafi séð vel hvað gerðist og hvernig strákurinn var útleikinn eftir brunann. „Börnin mættu öll í skólann í gærmorgun og kennslan hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður. Ég veit aftur á móti að kennaranum líður alveg afskaplega illa og hefur hann vitanlega tilfinningar, rétt eins og börn. Það má ekki gleyma því að þetta er engum að kenna, þetta eru í raun óvitar og þetta hefði alveg eins getað verið mitt barn.“ Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. Drengurinn hlaut brunasár og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Nemendur í skólanum eru á aldrinum sex til sextán ára en drengurinn er í fjórða bekk. „Um leið og kennarinn sér reykinn þá hugsar hann til að byrja með um það hvað þetta gæti verið, en í sömu andrá þá er bara kviknað í barninu. Kennarinn brást hárrétt við, stóð strax upp og slökkti eldinn. Því næst hljóp hann með barnið strax upp á sjúkrahús sem er í næsta húsi.“ Móðurinn segir að öll viðbrögð kennarans hafi verið hárrétt. „Foreldrarnir voru allir kallaðir út í skóla því það varð að veita börnunum áfallahjálp. Við fengum síðan söguna frá kennaranum sem mætti á fund með foreldrunum eftir að hafa farið með drenginn á sjúkrahúsið.“ Starfsfólk skólans náði að stöðva útbreiðslu eldsins á mánudaginn. Hann var þó ekki mikill og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Vel gekk reykræsta húsnæðið og tjón á húsnæðinu lítið. „Drengurinn minn talar mjög mikið um þetta og hefur miklar áhyggjur af stráknum. Hann er mjög óöruggur sem er auðvitað mjög eðlilegt.“ Hún segir að börnin í bekknum hafi séð vel hvað gerðist og hvernig strákurinn var útleikinn eftir brunann. „Börnin mættu öll í skólann í gærmorgun og kennslan hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður. Ég veit aftur á móti að kennaranum líður alveg afskaplega illa og hefur hann vitanlega tilfinningar, rétt eins og börn. Það má ekki gleyma því að þetta er engum að kenna, þetta eru í raun óvitar og þetta hefði alveg eins getað verið mitt barn.“
Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29
Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59