„Kennarinn brást hárrétt við“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 20:52 Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. MYND/HEIMASÍÐA BREKKUBÆJARSKÓLA „Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. Drengurinn hlaut brunasár og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Nemendur í skólanum eru á aldrinum sex til sextán ára en drengurinn er í fjórða bekk. „Um leið og kennarinn sér reykinn þá hugsar hann til að byrja með um það hvað þetta gæti verið, en í sömu andrá þá er bara kviknað í barninu. Kennarinn brást hárrétt við, stóð strax upp og slökkti eldinn. Því næst hljóp hann með barnið strax upp á sjúkrahús sem er í næsta húsi.“ Móðurinn segir að öll viðbrögð kennarans hafi verið hárrétt. „Foreldrarnir voru allir kallaðir út í skóla því það varð að veita börnunum áfallahjálp. Við fengum síðan söguna frá kennaranum sem mætti á fund með foreldrunum eftir að hafa farið með drenginn á sjúkrahúsið.“ Starfsfólk skólans náði að stöðva útbreiðslu eldsins á mánudaginn. Hann var þó ekki mikill og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Vel gekk reykræsta húsnæðið og tjón á húsnæðinu lítið. „Drengurinn minn talar mjög mikið um þetta og hefur miklar áhyggjur af stráknum. Hann er mjög óöruggur sem er auðvitað mjög eðlilegt.“ Hún segir að börnin í bekknum hafi séð vel hvað gerðist og hvernig strákurinn var útleikinn eftir brunann. „Börnin mættu öll í skólann í gærmorgun og kennslan hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður. Ég veit aftur á móti að kennaranum líður alveg afskaplega illa og hefur hann vitanlega tilfinningar, rétt eins og börn. Það má ekki gleyma því að þetta er engum að kenna, þetta eru í raun óvitar og þetta hefði alveg eins getað verið mitt barn.“ Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
„Þetta gerðist greinilega ótrúlega hratt,“ segir móðir barns í Brekkubæjarskóla en eldur kviknaði í grunnskólanum á Akranesi á mánudaginn. Eldurinn kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. Drengurinn hlaut brunasár og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Nemendur í skólanum eru á aldrinum sex til sextán ára en drengurinn er í fjórða bekk. „Um leið og kennarinn sér reykinn þá hugsar hann til að byrja með um það hvað þetta gæti verið, en í sömu andrá þá er bara kviknað í barninu. Kennarinn brást hárrétt við, stóð strax upp og slökkti eldinn. Því næst hljóp hann með barnið strax upp á sjúkrahús sem er í næsta húsi.“ Móðurinn segir að öll viðbrögð kennarans hafi verið hárrétt. „Foreldrarnir voru allir kallaðir út í skóla því það varð að veita börnunum áfallahjálp. Við fengum síðan söguna frá kennaranum sem mætti á fund með foreldrunum eftir að hafa farið með drenginn á sjúkrahúsið.“ Starfsfólk skólans náði að stöðva útbreiðslu eldsins á mánudaginn. Hann var þó ekki mikill og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Vel gekk reykræsta húsnæðið og tjón á húsnæðinu lítið. „Drengurinn minn talar mjög mikið um þetta og hefur miklar áhyggjur af stráknum. Hann er mjög óöruggur sem er auðvitað mjög eðlilegt.“ Hún segir að börnin í bekknum hafi séð vel hvað gerðist og hvernig strákurinn var útleikinn eftir brunann. „Börnin mættu öll í skólann í gærmorgun og kennslan hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður. Ég veit aftur á móti að kennaranum líður alveg afskaplega illa og hefur hann vitanlega tilfinningar, rétt eins og börn. Það má ekki gleyma því að þetta er engum að kenna, þetta eru í raun óvitar og þetta hefði alveg eins getað verið mitt barn.“
Tengdar fréttir Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29 Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Eldur í Brekkubæjarskóla Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin. 22. september 2014 13:29
Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi inn í kennslustofu. 22. september 2014 14:59
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent