Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2014 18:55 Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Anton/GVA Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi. Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi.
Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30
Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16