Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira