Samningar í skjóli pólitískra tengsla myllusteinn um háls ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 21:16 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“ Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira