Jón Jónsson mætti á Bylgjuna í morgun og frumflutti Þjóðhátíðarlagið í ár.
Lagið heitir Ljúft að vera til og verður flutt í Herjólfsdal á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.
„Fólk á auðvelt með að læra þetta. Svo er líka bara gott sumar í þessu,“ sagði Jón í viðtali á Bylgjunni í morgun áður en hann flutti lagið.
Þá sagði hann einnig að kærasta sín væri sinn helsti gagnrýnandi og að hún spilaði öll lög fyrst fyrir hana, þar á meðal sjálft þjóðhátíðarlagið.
Lagið má heyra í meðfylgjandi hljóðbút.

