Innlent

Bræddu hjörtu foreldra sinna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stór dagur í lífi barns.
Stór dagur í lífi barns. visir/pjetur
Útskriftanemar í Ísaksskóla slógu heldur betur í gegn á lóð skólans í dag þegar þeir héldu útskriftartónleika fyrir ættingja og vini.

Um er að ræða börn sem eru að ljúka við 4. bekkinn en Ísaksskóli er aðeins fyrir börn á aldrinum 5 til 9 ára.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndbrot frá tónleikunum sem myndatökumaður Stöðvar 2 tók en börnin tóku fjöldann allan af lögum og við frábærar undirtektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×