Neitað um gögn og hótar að stefna kaþólsku kirkjunni Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. júní 2014 07:00 Bürcher biskup hefur fengið ítrekuð erindi frá lögmanni fórnarlambs úr Landakotsskóla. Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira