Innlent

Ráðist á íbúa við Hverfisgötu

Jakob Bjarnar skrifar
Ung kona við Hverfisgötu fékk óskemmtilega heimsókn um miðnæturbil.
Ung kona við Hverfisgötu fékk óskemmtilega heimsókn um miðnæturbil.
Og skömmu uppúr miðnætti var tilkynnt um líkamsárás við Hverfisgötu.

Maður í mjög annarlegu ástandi var þar á ferð og lamdi hús að utan. Íbúi í húsinu, sem er ung kona, fór til dyra og sagðist maðurinn vera að leita að einhverjum sem átti að hafa búið þar. Konan tjáði manninum að sá sem hann leitaði að væri ekki íbúi þarna en því vildi maðurinn ekki trúa og réðst að konunni. Hljóp hann við svo búið í burtu.

Maðurinn handtekinn skammt frá og vistaður i fangageymslu meðan ástand hans lagast.  Maðurinn var, að sögn lögreglu,  með fíkniefni í buxnavasa sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×