Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir hnífstungu í Kringlunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Valli
Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hnífstunguárás í Kringlunni í nóvember síðastliðnum. Maðurinn þarf að greiða átta hundruð þúsund krónur í bætur til mannsins sem hann stakk.

Hópslagsmál brutustu út við kaffihúsið Kaffitár á neðri hæð Kringlunnar þann 1. nóvember síðastliðinn. Talið er að sjö til átta manns hafi tekið þátt í slagsmálunum. Öryggisvörður í Kringlunni reyndi að skakka leikinn áður en lögreglu bar að garði og handtók mennina. Eigendur í nærliggjandi verlsunum lokuðu búðunum á meðan á slagsmálunum stóð.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni með hníf og veita honum tvö stungusár. Annað við vinstra viðbein en hitt á utanverðum vinstri upphandlegg sem reyndist 2,5 -3 cm á lengd.


Tengdar fréttir

Stunginn í hópslagsmálum í Kringlunni

Einn maður var stunginn þegar harkaleg slagsmál brutust út meðal karlmanna við kaffihúsið Kaffitár á neðri hæði Kringlunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×