Innlent

Fjölskyldubíllinn fannst í runna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bíllinn fannst í trjárjóðri við Víðisstaðatún í Hafnarfirði.
Bíllinn fannst í trjárjóðri við Víðisstaðatún í Hafnarfirði.
Bíll Atla Erlingssonar sem stolið var síðastliðinn þriðjudag er kominn í leitirnar. Bíllinn fannst í trjárjóðri við Víðisstaðatún í Hafnarfirði, skammt frá heimili Atla í dag en bílnum var stolið þaðan. Að sögn Atla þarfnast bíllinn töluverðra viðgerða og er hann ansi skemmdur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Bílnum hefur verið keyrt í gegnum skóginn. Hann er allur dældaður og beyglaður og það þarf að láta sprauta hann. Ég er í kaskó en þetta kemur til með að kosta um 70-80 þúsund krónur,“ segir Atli. Hann segir engu hafa verið stolið úr bílnum en í bílnum fundust sólgleraugu og ýmsir aðrir hlutir.

Bíllinn er töluvert skemmdur.
Þegar Atli ætlaði að skutla dóttur sinni á fimleikanámskeið síðastliðinn þriðjudag rann upp fyrir honum að fjölskyldubíllinn, Nissan Patrol jeppi, var ekki lengur á planinu fyrir utan heimili hans. Atli gerði lögreglu samstundis viðvart og barst lögreglu ábending í dag um að bílinn væri að finna við Víðisstaðatún, fyrir aftan skólagarða. Hann segir upplifunina, að sjá bíl sinn ekki í stæðinu fyrir utan heimili hans, hafa verið hrikalega en er ánægður með að bíllinn sé kominn í leitirnar.

„Þetta er bara æðislegt. Ég er ofboðslega ánægður með að bíllinn sé kominn aftur, þrátt fyrir allt saman,“ segir Atli að lokum.


Tengdar fréttir

Fjölskyldubílnum stolið: "Ömurleg upplifun“

Þegar Atli Erlingsson ætlaði að skutla dóttur sinni á fimleikanámskeið í morgun rann upp fyrir honum að fjölskyldubíllinn, Nissan Patrol jeppi, var ekki lengur á planinu fyrir utan heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×