Innlent

Átta þúsund umsækjendur í HÍ

Bjarki Ármannsson skrifar
Um fimm þúsund umsóknir um grunnnám bárust skólanum nú í vor.
Um fimm þúsund umsóknir um grunnnám bárust skólanum nú í vor. Vísir/GVA
Háskóla Íslands bárust rúmlega átta þúsund umsóknir um grunn- og framhaldsnám fyrir komandi haustmisseri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum í gær. Um fimm þúsund manns sækjast eftir því að hefja grunnnám en um þrjú þúsund manns á framhaldsnám.

Flestar umsóknir bárust heilbrigðisvísindasviði, eða um 1.200. Þá sækja sífellt fleiri um nám í tölvunarfræði en fjöldi umsókna í þeirri grein hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 321 í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×