Hún birtir mynd af sér með íslenskum hestum á Twitter.
„Ég elska Ísland,“ skrifar hún við myndina.
Leikstjórar Sense8 eru systkinin Lana og Andy Wachowski en þau eru hvað þekkstust fyrir að leikstýra og skrifa Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas. Þá skrifuðu þau einnig V for Vendetta.
Serían er framleidd fyrir Netflix og er áætlað að hún komi út árið 2015. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðaði tökulið seríunnar á Íslandi en tökur fóru meðal annars fram á Óðinsgötu í Reykjavík og á Nesjavöllum.
Aðrir leikarar sem fara með hlutverk í seríunni eru Naveen Andrews og Freema Agyeman.
#lovelife love iceland #sense8 xo pic.twitter.com/4XTM7Cn9By
— Daryl Hannah (@dhlovelife) September 26, 2014