Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Brjánn Jónasson skrifar 12. mars 2014 15:48 Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega samkvæmt greinargerð landeigenda í lögbannsmáli sem ríkið hefur höfðað. Fréttablaðið/GVA Landeigendur við Geysi mótmæla harðlega lögbannskröfu ríkisins á að innheimt verði gjald af þeim sem heimsækja svæðið. Þeir vísa meðal annars til þess að írskur eigandi landsins hafi innheimt gjald fyrir að fara um svæðið fyrir um 120 árum síðan. Fjármálaráðherra krafðist þess á föstudag fyrir hönd ríkisins að sýslumaður stöðvaði fyrirhugaða gjaldtöku. Úrskurður sýslumanns er væntanlegur í dag. Rök ríkissins fyrir lögbanninu voru meðal annars þau að ríkið eigi þann hluta landsins sem goshverirnir séu á og því óeðlilegt að landeigendafélagið geti innheimt gjald fyrir aðgengi að þessari ríkiseign. Þá sé ekki sé hægt að taka ákvörðun sem þessa án samþykkis allra eigenda. Ríkið krefst þess að áfram verði tryggður óhindraður og ókeypis aðgangur almennings að svæðinu. Í greinargerð sem Landeigendafélag Geysis, sem í eru aðrir eigendur en ríkið, hefur lagt fram er þessum kröfum mótmælt. Landeigendurnir vitna meðal annars í samning um sölu á hverunum á svæðinu frá árinu 1894. Þar kemur fram að að þeim tíma hafi eigandi landsins rukkað fyrir aðgang að svæðinu. Í afsali fyrir kaupunum segir að „bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa umsjón með hverunum fyrir hæfilega borgun þegar kaupandinn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi“. Afsalið er tekið orðrétt upp í afsal fyrir kaupum ríkisins á landinu árið 1935, og byggja landeigendur meðal annars á því að þeir eigi sama rétt og bóndinn í Haukadal átti fyrir 120 árum síðan um að selja aðgang að svæðinu. Deilan um Geysissvæðið hefur staðið yfir árum saman. Ríkið á um 34 prósenta hlut jarðarinnar innan girðingar, en átta aðrir eigendur deila með sér 64 prósentum. Þeir hafa stofnað með sér Landeigendafélag Geysis. Landeigendur segja löngu ljóst að landið við Geysi sé afar illa farið vegna ágangs ferðamanna. Brýnt sé að bæta aðstöðu á svæðinu og stýra umferð. Í greinargerð þeirra segja að þeir hafi enga sjóði til að nota til að standa straum af milljóna kostnaði við slíkt, og því sé eina leiðin að hefja gjaldtöku. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðherra segir að ríkið hafi boðist til þess fyrir mánuði síðan að ráðast í og greiða tugi milljóna króna fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að vernda svæðið og kosta rekstur þess. Þar segir að félag landeigenda hafi ekki svarað því tilboði. Í greinargerð landeigendafélagsins er vísað til þess að íslenska ríkið selji þegar aðgang að ferðamannastöðum annarsstaðar á landinu. Til dæmis sé innheimt gjald af þeim sem kafi í Silfru á Þingvöllum, og í útboði á rekstri Vatnshellis á Snæfellsnesi segir að tryggja eigi að almenningur geti notið hellisins gegn hæfilegu gjaldi, sem mun vera 2.000 krónur.Landeigendur vitna í Sigmund Davíð Meðal þess sem landeigendur á Geysissvæðinu vísa til í greinargerð vegna lögbannskröfu ríkisins er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Bylgjunni í janúar. Þar sagði Sigmundur, spurður um fyrirhugaða gjaldtöku við Geysi: „Ja, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Maður þekkir það á ferðum sínum erlendis að það er rukkað inn á staði sem eru mun síður merkilegri en Geysir.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Landeigendur við Geysi mótmæla harðlega lögbannskröfu ríkisins á að innheimt verði gjald af þeim sem heimsækja svæðið. Þeir vísa meðal annars til þess að írskur eigandi landsins hafi innheimt gjald fyrir að fara um svæðið fyrir um 120 árum síðan. Fjármálaráðherra krafðist þess á föstudag fyrir hönd ríkisins að sýslumaður stöðvaði fyrirhugaða gjaldtöku. Úrskurður sýslumanns er væntanlegur í dag. Rök ríkissins fyrir lögbanninu voru meðal annars þau að ríkið eigi þann hluta landsins sem goshverirnir séu á og því óeðlilegt að landeigendafélagið geti innheimt gjald fyrir aðgengi að þessari ríkiseign. Þá sé ekki sé hægt að taka ákvörðun sem þessa án samþykkis allra eigenda. Ríkið krefst þess að áfram verði tryggður óhindraður og ókeypis aðgangur almennings að svæðinu. Í greinargerð sem Landeigendafélag Geysis, sem í eru aðrir eigendur en ríkið, hefur lagt fram er þessum kröfum mótmælt. Landeigendurnir vitna meðal annars í samning um sölu á hverunum á svæðinu frá árinu 1894. Þar kemur fram að að þeim tíma hafi eigandi landsins rukkað fyrir aðgang að svæðinu. Í afsali fyrir kaupunum segir að „bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa umsjón með hverunum fyrir hæfilega borgun þegar kaupandinn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi“. Afsalið er tekið orðrétt upp í afsal fyrir kaupum ríkisins á landinu árið 1935, og byggja landeigendur meðal annars á því að þeir eigi sama rétt og bóndinn í Haukadal átti fyrir 120 árum síðan um að selja aðgang að svæðinu. Deilan um Geysissvæðið hefur staðið yfir árum saman. Ríkið á um 34 prósenta hlut jarðarinnar innan girðingar, en átta aðrir eigendur deila með sér 64 prósentum. Þeir hafa stofnað með sér Landeigendafélag Geysis. Landeigendur segja löngu ljóst að landið við Geysi sé afar illa farið vegna ágangs ferðamanna. Brýnt sé að bæta aðstöðu á svæðinu og stýra umferð. Í greinargerð þeirra segja að þeir hafi enga sjóði til að nota til að standa straum af milljóna kostnaði við slíkt, og því sé eina leiðin að hefja gjaldtöku. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðherra segir að ríkið hafi boðist til þess fyrir mánuði síðan að ráðast í og greiða tugi milljóna króna fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að vernda svæðið og kosta rekstur þess. Þar segir að félag landeigenda hafi ekki svarað því tilboði. Í greinargerð landeigendafélagsins er vísað til þess að íslenska ríkið selji þegar aðgang að ferðamannastöðum annarsstaðar á landinu. Til dæmis sé innheimt gjald af þeim sem kafi í Silfru á Þingvöllum, og í útboði á rekstri Vatnshellis á Snæfellsnesi segir að tryggja eigi að almenningur geti notið hellisins gegn hæfilegu gjaldi, sem mun vera 2.000 krónur.Landeigendur vitna í Sigmund Davíð Meðal þess sem landeigendur á Geysissvæðinu vísa til í greinargerð vegna lögbannskröfu ríkisins er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Bylgjunni í janúar. Þar sagði Sigmundur, spurður um fyrirhugaða gjaldtöku við Geysi: „Ja, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Maður þekkir það á ferðum sínum erlendis að það er rukkað inn á staði sem eru mun síður merkilegri en Geysir.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira