Jake spígsporaði um alsnakinn og dansaði á meðan hann spilaði á forláta pönnu.
Eins og sést á myndunum hafði íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson gaman að þessu athæfi Jake en Ingvar fer með hlutverk í myndinni sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.
Með önnur hlutverk í myndinni fara Josh Brolin, John Hawkes, Jason Clark og Emily Watson. Áætluð frumsýning er í febrúar 2015.



