Innlent

Kallaði sig Sollu stirðu og reyndi að sparka í lögreglu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir / HARI
Eldri kona reyndi að sparka í lögreglumenn sem kallaður voru til eftir að hún neitaði að greiða fyrir leigubílaferð. Konan var mjög ölvuð og vildi ekki gefa upp nafn eða kennitölu og sagðist heita Solla Stirða. Konan var handtekinn og látin sofa úr sér í fangageymslu.

Lögreglan handtók einnig mann grunaðan um ölvunarakstur eftir að lögreglumenn komu að bíl hans sem ekið hafði verið á ljósastaur. Bifreiðin hefur verið flutt af vettvangi og hefur Orkuveitan þegar látið athuga ljósastaurinn. Annar ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en sá hafði heldur ekki endurnýjað ökuréttindi sín.

Fleiri ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Þar á meðal ökumaður bifreiðar sem hafnaði utan vegar eftir að hafa ekið niður ljósastaur. Tveir menn voru handteknir í tengslum við það mál. Annar þeirra var með áverka og því sendur á slysadeild til aðhlynningar. Báðir mennirnir síðan vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Ölvaður maður var handtekinn í fjölbýlishúsi þar sem hann svaf. Lögreglan hafði einnig afskipti af parið í Öskjuhlíð við Kirkjugarðinn vegna gruns um að þau væru með fíkniefni.

Lögregla handtók einnig konu á veitingastað í miðbænum grunaðu um að hafa ráðist á dyravörð og verið með ólæti. Síðar um nóttina var svo maður handtekinn grunaður um að hafa slegið dyravörð í andlitið. Bæði voru þau vistuð í fangageymslu lögreglunnar.

Fangageymslurnar lögreglu eru fullar eftir nóttina en fjórtán einstaklingar voru vistaðir fyrir ýmis mál og tveir fengu gistingu að eigin ósk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×