Innlent

Lögreglan náði í skottið á reiðhjólaþjófum

Tveimur dýrum reiðhjólum var stolið þar sem þau stóðu fyrir utan veitingastaðinn Nauthól í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófarnir höfðu snarar hendur og auglýstu þau til sölu á netinu og voru búnir að selja annað hjólið, þegar lögregla komst á snoðir um þá og handtók þá.

Mennirnir ungu voru enn með annað hjólið og lögregla hafði upp á hinu líka, þannig að þau komust til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×