Innlent

Hitti þingforseta Úkraínu og lýsti yfir fullum stuðningi Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Einar ásamt Olexander Túrtsjínov á fundinum í dag.
Einar ásamt Olexander Túrtsjínov á fundinum í dag. Mynd/Forseti Alþingis
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er um þessar mundir staddur á fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Palanga í Litháen. Sérstakur gestur fundarins er Olexander Túrtsjínov, forseti úkraínska þingsins, sem gegndi um tíð starfi forseta Úkraínu í eftir að Viktori Janúkóvitsj var steypt af stóli.

Í tilkynningu frá skrifstofu Forseta Alþingis segir að Einar hafi í dag lýst yfir fullum stuðningi Íslands við Úkraínu og að Rússum bæri að virða landamæri Úkraínu. Sömuleiðis gerði Einar að umtalsefni efnahagsmál í Úkraínu og spurði þingforsetann á hvaða hátt Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsríkin gættu stutt úkraínsku þjóðina. Túrtsjínov sagði að mest munaði um hernaðarlega og tæknilega aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×