Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa 23. desember 2014 07:15 Hilldur segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. Fréttablaðið/Auðunn/Einkasafn 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn. Jólafréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn.
Jólafréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira